Kona í svörtum kjól brosir fyrir myndavélinni.


Aðfangastýring

Áreiðanlegt vöruflæði

Innkaup, birgðir og vöruhús

Sterkari aðfangastýring skilar sér beint í betri rekstri. Með skýrari ferlum og tæknilausnum næst meiri yfirsýn yfir vöruflæði, minni sóun og lægri kostnaður. Réttar vörur verða til staðar þegar þeirra er þörf – án óþarfa fjárbindingar.


Ómarkviss innkaupa- og birgðastýring þýðir tapað tækifæri, óþarfa lager og meiri áhættu. Með markvissri innleiðingu lausna og ferla er hægt að nýta rými, tíma og fjármagn betur, tryggja stöðugt framboð og hámarka skilvirkni í öllu ferlinu – frá birgjum til viðskiptavina. Við veitum óháða ráðgjöf og mótum lausnir sem styðja heildarmarkmið fyrirtækisins.

Ávinningur er skýr

Skilvirkir innkaupaferlar

Sjálfvirknivæðing innkaupa dregur úr handavinnu, minnkar villur og eykur skilvirkni. Betri yfirsýn yfir kostnað og frammistöðu birgja skilar hagkvæmari innkaupum og aukinni framlegð.

Hagkvæm birgðastýring

Hagkvæm birgðastýring tryggir að réttar vörur séu ávallt til staðar fyrir viðskiptavini. Skilvirk birgðastýring dregur úr fjárbindingu og eykur sveigjanleika í rekstri.

Straumlínulagað vöruhús

Straumlínulagað flæði, betri nýting rýmis og nákvæmari afhending lækkar kostnað og eykur ánægju viðskiptavina.

Öflugur mannauður

Vel skilgreindir ferlar sem eru hluti af fyrirtækjamenningu stuðla að betri nýtingu auðlinda og aukinni skilvirkni í daglegum rekstri.

Hvernig við náum árangri

01

Greining á núverandi ferlum

Við kortleggjum starfsemina í heild sinni, metum áhrif aðfangastýringar á rekstur og greinum tækifæri til umbóta.

02

Þarfagreining og forgangsröðun

Við greinum hvað skiptir mestu máli fyrir reksturinn, hvaða skref hafa mestu áhrif og hvernig hægt er að hámarka skilvirkni.

03

Innleiðing og samþætting kerfa

Við innleiðum lausnir sem henta þínum rekstri og tryggjum hnökralausa samþættingu við núverandi kerfi.

04

Betri yfirsýn og nýting tækni

Við samþættum innkaupa-, birgða- og vöruhúsakerfi við rekstur til að bæta sjálfvirkni og rekjanleika.

05

Þjálfun og stuðningur

Við veitum sérhæfða þjálfun og fylgjum innleiðingu eftir til að tryggja að lausnirnar verði hluti af daglegum rekstri.

Hópur fólks situr við borð á skrifstofu og heldur fund.

Sérhæfð ráðgjöf

Við bjóðum upp á sérhæfða ráðgjöf sem stuðlar að raunverulegum umbreytingum. Með áherslu á tæknilausnir sem styrkja reksturinn, straumlínulaga verkferla og veita stjórnendum þann stuðning sem þarf til að taka fyrirtækið á næsta stig.

Hafa samband