Starfsfólkið er kjarninn í okkar velgengni
Við leggjum ríka áherslu á persónulegan og faglegan vöxt hjá starfsfólki okkar. Með fjölbreyttum tækifærum til náms og þróunar styðjum við hvert og eitt þeirra í að ná fram sinni bestu frammistöðu og blómstra í starfi. Við trúum að með því að rækta góð samskipti og efla samvinnu innan fyrirtækisins sköpum við umgjörð þar sem nýjar hugmyndir kvikna og lausnir verða til.
Sessor leitar stöðugt að nýju starfsfólki sem samsamar sig okkar gildum og vill leggja sitt af mörkum til að móta framtíðina. Ef þú hefur ástríðu fyrir tækni og nýsköpun og ert klár í að mæta krefjandi verkefnum í örvandi umhverfi, þá hvetjum við þig til að sækja um.
Við trúum á sveigjanleika í vinnu og gefum starfsfólki svigrúm til að vinna hvaðan sem er. Þetta gerir starfsfólki kleift að samræma vinnu og einkalíf á árangursríkan hátt.
Starfsþróun
Við leggjum mikla áherslu á starfsþróun og hvetjum starfsfólk til að vaxa og þroskast í starfi. Við styðjum starfsfólk í að sækja námskeið og þjálfun sem styrkja þau í starfi.
Starfsmannafélag
Fyrirtækið og starfsmenn standa saman að rekstri starfsmannafélags sem eflir félagsanda og samheldni. Starfsmannafélagið skipuleggur fjölbreytta viðburði og heldur árlega veglega árshátíð.
Jafnrétti
Við tryggjum jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustaðnum þar sem allir fá tækifæri til að blómstra.
langar þig að slást í hópinn?
Við erum ávallt að leita að hæfileikaríku og áhugasömu fólki til að ganga til liðs við okkur. Uppgötvaðu spennandi tækifæri og sjáðu hvernig við getum unnið saman að framtíðinni.