Launin í öruggum höndum
Launavinnsla er grunnstoð í rekstri og þarf að ganga hnökralaust fyrir sig. Við sjáum um allt ferlið, tryggjum að reglur séu uppfylltar og að greiðslur fari rétt á staði. Skilagreinar vegna staðgreiðslu, tryggingagjalda og iðgjalda eru sendar rafrænt, launaseðlar berast starfsmönnum á hentugan hátt og allar greiðslur flæða sjálfkrafa í gegnum kerfið.
Mörg fyrirtæki kjósa að úthýsa launavinnslu til að tryggja nákvæmni, skilvirkni og fullan trúnað. Með sérfræðiþekkingu og öflugum lausnum sjáum við til þess að ferlið gangi hnökralaust fyrir sig, án óþarfa flækju. Öll vinna er unnin faglega og örugglega, þannig að þú getur treyst því að launavinnslan sé í öruggum höndum.
Útreikningur launa
Laun starfsmanna eru útreiknuð miðað við ráðningarkjör, yfirvinnutíma, bónusa og önnur kjör.
Gerð launaseðla
Launaseðlar eru útbúnir fyrir starfsmenn í samræmi við lög og reglur.
Skilagreinar
Skilagreinar eru undirbúnar og sendar
til bankastofnana, skattayfirvalda, lífeyrissjóða og stéttarfélaga.
Skilvirkt og
áreiðanlegt ferli
Launavinnsla á að ganga hnökralaust fyrir sig, án óþarfa fyrirhafnar. Með sérfræðiþekkingu og öflugum lausnum tryggjum við nákvæmni, skilvirkni og fulla yfirsýn.