Sessor


Síminn Pay

Kona með gleraugu heldur á kaffibolla á meðan hún stendur við hlið karlmanns sem heldur á farsíma.

Síminn Pay + sESSOR

Síminn Pay fyrirtækjakort gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um útgjöld á einfaldari og sjálfvirkari hátt. Starfsmaður fær tilkynningu strax við kortanotkun, tekur mynd af kvittun og skráir bókhaldslykil og deild. Færslan skráist samstundis í kerfið og sjálfvirkar áminningar tryggja að ekkert gleymist.


Stjórnendur fá skýra yfirsýn og raunverulega stjórn á kostnaði, bókarar losna við tímafreka eftirfylgni með kvittunum og starfsfólk skilar kvittunum fljótt og örugglega án þess að trufla daglegt vinnuflæði.

Ræðum saman

Nýtt ferli fyrir KORTAútgjöld

Úthlutun korta á augabragði

Auðvelt er að stofna fyrirtækjakort, stilla heimildir og skilgreina notkun – þar á meðal hvar og hvernig má nota kortið, tegund útgjalda og hvaða birgjar eru heimilaðir.

Skráning í rauntíma

Um leið og kortið er notað fær starfsmaður tilkynningu í appið. Þar tekur hann mynd af kvittun, velur bókhaldslykil og deild og færslan skráist sjálfkrafa í fjárhagskerfið.

Sjálfvirkar áminningar

Vanti kvittun eða sé skráning ófullnægjandi sendir kerfið sjálfvirkar áminningar. Þannig gleymast kvittanir ekki, færslur rétt bókaðar og bókhaldið fær fullnægjandi gögn án tafar.

Kort sem styðja ólíkar þarfir

Fyrirtæki geta búið til eins mörg kort og þau þurfa og stillt þau eftir eigin þörfum – til dæmis með hámarksupphæðum, gildistíma eða afmörkuðum stöðum þar sem kortið gildir.

Kort sem styðja ólíkar þarfir

Fyrirtæki geta búið til eins mörg kort og þau þurfa og stillt þau eftir eigin þörfum – til dæmis með hámarksupphæðum, gildistíma eða afmörkuðum stöðum þar sem kortið gildir.

Auðvelt að stofna kort, úthluta fjármunum og fá rauntímayfirsýn yfir útgjöld eftir deildum og verkefnum.

Áskriftarkort

Endurteknar greiðslur flokkast sjálfkrafa á rétta bókhaldslykla og kvittanir úr tölvupósti tengjast færslum. Kortið má flytja á milli starfsmanna án þess að reglur eða áskriftir breytist.

Matarkort

Auðvelt er að stýra heimildum innan dags og skilgreina á hvaða stöðum kortið má nota. Þetta einfaldar utanumhald vegna matarkostnaðar og veitir starfsfólki aukið frelsi.

Auðvelt að stofna kort, úthluta fjármunum og fá rauntímayfirsýn yfir útgjöld eftir deildum og verkefnum.

Áskriftarkort

Endurteknar greiðslur flokkast sjálfkrafa á rétta bókhaldslykla og kvittanir úr tölvupósti tengjast færslum. Kortið má flytja á milli starfsmanna án þess að reglur eða áskriftir breytist.

Matarkort

Auðvelt er að stýra heimildum innan dags og skilgreina á hvaða stöðum kortið má nota. Þetta einfaldar utanumhald vegna matarkostnaðar og veitir starfsfólki aukið frelsi.

Einfaldari kortaútgjöld

Við hjá Sessor hjálpum fyrirtækjum að nýta Síminn Pay sem hluta af heildstæðri fjármálastjórn. Rétt samspil lausna og verklags veitir betri yfirsýn, skýrari ákvarðanir og dregur úr handavinnu.


Hafðu samband og sjáðu hvernig Síminn Pay styrkir reksturinn.

Hafa samband