Stafræn umbreyting UMFA


Á mynd með fréttinni er stýrihópur verkefnisins (frá vinstri): Sigurður Rúnar Magnússon gjaldkeri aðalstjórnar, Hrannar Erlingsson ráðgjafi, Svava Sigurðardóttir fjármálafulltrúi, Kristrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Brynjar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri.

Við erum spennt að tilkynna opnun nýrrar starfsstöðvar í Vestmannaeyjum. Með því styrkjum við þjónustu okkar fyrir fyrirtæki í Eyjum og á Suðurlandi og veitum betra aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf í fjármálum, bókhaldi og upplýsingatækni.
Starfsstöðin verður í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum, og við erum stolt af því að Björg Hjaltested hefur gengið til liðs við okkur sem rekstrarstjóri starfsstöðvarinnar. Hún mun leiða starfsemina og styðja fyrirtæki á svæðinu með sérhæfðri ráðgjöf og lausnum sem styrkja fjármálastjórnun og tryggja skilvirkara flæði upplýsinga í rekstri.
Viltu vita meira?
Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.






