Microsoft Copilot styður nú íslensku

Microsoft Copilot er nú aðgengilegt á íslensku í helstu forritum Microsoft 365 – þar á meðal Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Teams og OneNote, auk Copilot Chat og Copilot Studio. Þetta markar mikilvægt skref fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja nýta gervigreind til að efla vinnubrögð, styðja ákvarðanatöku og hámarka nýtingu gagna.

Tækifæri með Copilot

Með íslenskri útgáfu Copilot eykst möguleiki fyrirtækja til að nýta gervigreind í daglegu starfi. Copilot getur orðið lykilþáttur í að efla framleiðni, bæta yfirsýn og nýta gögn á markvissari hátt.

  • Sjálfvirknivæðing: Samantektir, tölvupóstar, fundarnótur og greiningar sem áður kröfðust tíma og athygli eru nú unnar á sekúndum.
  • Betri yfirsýn: Copilot vinnur úr gögnum á rauntíma og dregur fram innsýn sem áður tók tíma að greina.
    Stjórnendur og teymi fá hraðar aðgang að upplýsingum sem gerir ákvarðanatöku hraðari, markvissari og betur studda gögnum.
  • Aukin framleiðni: Copilot flýtir fyrir verkefnum, eykur skilvirkni og gefur starfsfólki svigrúm til að einbeita sér að því sem skapar raunverulegt virði.

Undirbúningur skiptir máli

Innleiðing Copilot snýst ekki bara um að virkja leyfi. Til að lausnin skili raunverulegum ávinningi þarf að tryggja að gögn séu aðgengileg, vel skipulögð og að starfsfólk viti hvernig á að nýta lausnina.


  • Réttar aðgangsstýringar: Copilot vinnur út frá þeim réttindum sem starfsfólk hefur. Ef þau eru óskýr getur copilot birt efni sem ekki á að vera sýnilegt. Skýr og vel stillt aðgangsstýring tryggir öryggi og áreiðanleika í vinnunni.
  • Starfsfólk þarf kynningu og þjálfun: Til þess að Copilot nýtist sem raunverulegt hjálpartæki í daglegu starfi þarf starfsfólk að skilja möguleikana. Það þarf að vita hvað lausnin getur gert, hvar hún kemur að gagni og hvernig best er að nýta hana í samræmi við vinnulag og hlutverk.


Með góðum undirbúningi verður Copilot ekki bara virk lausn – heldur gagnlegt verkfæri í daglegu starfi.

Aðferðafræði Sessor

Við hjá Sessor sjáum Copilot ekki sem sjálfstætt „tól“ heldur sem hluta af heildarlausn. Lausnin þarf að styðja við markmið og ferla fyrirtækisins og skila sýnilegum árangri.


  1. Greinum áhrifin: Við rýnum í ferlana og vinnulagið og finnum hvar Copilot getur sparað tíma, lækkað kostnað og aukið gæði.
  2. Réttar aðgangsstillingar: Við tryggjum að aðgangar, heimildir og öryggi séu í lagi áður en Copilot er virkjað.
  3. Innleiðing: Við tengjum Copilot við þau verkefni sem skipta máli, þannig að lausnin styðji markmið stjórnenda og starfsfólks.
  4. Tryggja árangur:  Við þjálfum teymið, fylgjum eftir og mætum hindrunum þannig að Copilot verði hluti af daglegu starfi og skili mælanlegum ávinningi.


Taktu næsta skref með Copilot

Nú er rétti tíminn til að meta hvernig Copilot getur stutt við vinnulag og markmið fyrirtækisins. Með vandaðri innleiðingu getur Copilot orðið áreiðanlegt hjálpartæki sem sparar tíma og styrkir daglegan rekstur.


Við hjá Sessor aðstoðum fyrirtæki við að taka næstu skref – frá vali á réttum leyfum til ráðgjafar og innleiðingar sem tryggir að Copilot verði ekki aðeins sett upp, heldur verði lykilverkfæri í daglegu starfi sem opnar ný tækifæri fyrir reksturinn.

Andri Dan Traustason
Eftir Lena Brynjarsdóttir 1. september 2025
Með opnun á Húsavík eykur Sessor nálægð sína við fyrirtæki á Norðurlandi og býður faglega þjónustu í fjármálum, bókhaldi og upplýsingatækni.
Karl og kona sitja við borð og horfa á blað.
15. ágúst 2025
CIO þjónusta hjá Sessor veitir sérfræðiþekkingu, sveigjanleika og öryggi í tæknimálum – með lægri kostnaði og meiri stjórn.
Eftir Lena Brynjarsdóttir 5. mars 2025
Við erum spennt að tilkynna opnun nýrrar starfsstöðvar í Vestmannaeyjum. Með því styrkjum við þjónustu okkar fyrir fyrirtæki í Eyjum og á Suðurlandi og veitum betra aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf í fjármálum, bókhaldi og upplýsingatækni. Starfsstöðin verður í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum, og við erum stolt af því að Björg Hjaltested hefur gengið til liðs við okkur sem rekstrarstjóri starfsstöðvarinnar. Hún mun leiða starfsemina og styðja fyrirtæki á svæðinu með sérhæfðri ráðgjöf og lausnum sem styrkja fjármálastjórnun og tryggja skilvirkara flæði upplýsinga í rekstri.
Arna Dan Guðlaugsdóttir
Eftir Lena Brynjarsdóttir 17. febrúar 2025
Sessor eflir þjónustu sína í aðfangastýringu með ráðningu Örnu Guðlaugsdóttur. Arna hefur víðtæka reynslu af innkaupaferlum, birgðastýringu og vöruhúsarekstri og hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Controlant, Bioeffect og Krónuna. Þar hefur hún unnið með alla þætti aðfangastýringar, allt frá stefnumótun, innkaupaáætlunum til rekstrar vöruhúsa og nýtingar birgða. Þekking hennar á ferlastýringu, sjálfvirknivæðingu og gagnaöflun í rekstri fellur vel við þjónustu Sessor og styður við þróun lausna sem auka skilvirkni og bæta rekstraryfirsýn viðskiptavina.
Sjá meira

Viltu vita meira?

Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Hafa samband
Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.

Umsagnir

Lógó fyrir radix er sýnt á hvítum bakgrunni.
9. júlí 2023
Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er það mikil áskorun að geta fylgst með og haldið í við þá þróun sem á sér stað upplýsingatækni og viðhaldi kerfa. Mikil sérþekking á...
Hk lógóið er í bláum hring á hvítum grunni.
11. ágúst 2021
Frá apríl 2019 hafa ráðgjafar Sessor aðstoðað okkur við endurskipulagningu á fjármáladeild félagsins með áherslu á fullnýtingu kerfa og breyttu verklagi. Frá því að samstarfið hófst hefur HK farið úr...
Blátt og hvítt lógó fyrir rikislogreustjori
22. júlí 2021
Vegna mikilla breytinga og nýrra verkefna þá stóð embætti Ríkislögreglustjóra frammi fyrir nýjum áskorunum í tölvumálum. Sessor var fengið að borðinu til að fara með hlutlausum hætti yfir núverandi stöðu...