Microsoft Copilot er nú aðgengilegt á íslensku í helstu forritum Microsoft 365 – þar á meðal Word, Excel, PowerPoint, Outlook, Teams og OneNote, auk Copilot Chat og Copilot Studio,
Tækifæri með Copilot
Með íslenskri útgáfu Copilot liggur tækifærið í að nýta gervigreind til fulls:
- Sjálfvirk verkefni: Samantektir, tölvupóstar, fundarnótur og greiningar sem áður tóku tíma – nú klárast þær á augnabliki.
- Betri yfirsýn: Copilot vinnur úr gögnum og dregur fram það sem skiptir máli – án þess að eyða tíma í að leita í Excel-skjölum og flóknum töflum.
- Aukin framleiðni: Minni tími fer í að búa til efni og leita að upplýsingum – meiri tími fer í að skapa virði.
Undirbúningur skiptir máli
Innleiðing Copilot snýst ekki bara um að virkja leyfi. Til að lausnin skili raunverulegum ávinningi þarf að tryggja að gögn séu aðgengileg, vel skipulögð og að starfsfólk viti hvernig á að nýta lausnina.
- Aðgangsstýringar þurfa að vera í lagi – Copilot notar þann aðgang sem starfsfólk hefur. Ef aðgangsstýringar eru óskýrar getur hann dregið fram efni sem ekki á að vera aðgengilegt.
- Skipulag og samræmi í skjölum og vinnulagi skiptir máli – annars verður útkoman óskýr og ávinningurinn takmarkaður.
- Starfsfólk þarf kynningu og þjálfun – til að Copilot nýtist sem raunverulegt hjálpartæki í daglegu starfi þarf starfsfólk að skilja möguleikana. Það þarf að vita hvað lausnin getur gert, hvar hún kemur að gagni og hvernig best er að nýta hana í samræmi við vinnulag og hlutverk.
Með góðum undirbúningi verður Copilot ekki bara virk lausn – heldur gagnlegt verkfæri í daglegu starfi.
Aðferðafræði Sessor
Við hjá Sessor sjáum Copilot ekki sem sjálfstætt „tól“ heldur sem hluta af heildarlausn. Lausnin þarf að styðja markmið og ferla fyrirtækisins. Þess vegna byggjum við á okkar aðferðafræði:
- Greina áhrifin – við rýnum í ferlana og vinnulagið og finnum nákvæmlega hvar Copilot getur sparað tíma, lækkað kostnað og aukið gæði.
- Innleiðing– við tengjum Copilot við þau verkefni sem skipta máli, þannig að lausnin styðji markmið stjórnenda og starfsfólks.
- Tryggja árangur – við þjálfum teymið, fylgjum eftir og mætum hindrunum þannig að Copilot verði ekki bara innleiddur, heldur verði hann hluti af daglegu starfi og skili mælanlegum niðurstöðum.
Taktu næsta skref með Copilot
Nú er rétti tíminn til að meta hvernig Copilot getur stutt við vinnulag og markmið fyrirtækisins. Með vandaðri innleiðingu getur Copilot orðið áreiðanlegt hjálpartæki sem sparar tíma og styrkir daglegan rekstur.
Við hjá Sessor aðstoðum fyrirtæki við að taka næstu skref – frá vali á réttum leyfum til ráðgjafar og innleiðingar sem tryggir að Copilot verði ekki aðeins sett upp, heldur verði lykilverkfæri í daglegu starfi sem opnar ný tækifæri fyrir fyrirtækið.


Viltu vita meira?
Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.